Links
Archives
Hér tjáir verðandikennarinn sig um vistina við Hamrahlíð
Thursday, October 30, 2003
Á morgun á ég að standa skil á einstaklingskennslu (kenna einum nemanda) í bragfræði. Best að snúa sér að því að búa til einhverja kennsluáætlun og námsefni.
Þá er komið að því að blogga pínulítið um skólann . Í dag er í raun góður dagur til að hefja blogg um skólann því að í dag var lengsti dagurinn minn í kennslu. Guðlaug, leiðsögukennarinn minn, hafði sett mér fyrir að kenna tvær kennslustundir í ISL 103. Annars vegar átti ég að kenna notkun beinna og óbeinna tilvitnana og tilvísana í ritgerðasmíð og hins vegar sjá um stafsetningarupplestur. Ég hafði undirbúið mig stórvel fyrir kennsluna í beinum og ritgerðasmíðinni. Bjó til stórglæsilega power point sýningu fyrir nemendur og útlistaði ansi vel hvernig maður ber sig að við ritgerðasmíð. Ég hafði reyndar undirbúið mig aðeins of vel því ekki var gert ráð fyrir alveg jafn nákvæmri heimildavinnu á fyrsta ári í menntaskóla og í háskóla en lengi býr að fyrstu gerð og ég held að nemendurnir hafi bara haft gott af því að læra hvernig á að gera þetta rétt. Guðlaug var reyndar að mörgu leyti alveg sammála því þó henni þætti óþarfi að eyða svona miklum tíma í það. Að sýningunni lokinni unnu nemendurnir í ritgerðinni sinni í einskonar „workshop“ og við gengum á milli og aðstoðuðum þá. Ég fékk aðra tilraun til að spreyta mig á sömu power point sýningu og renndi ég mér þá mun hraðar í gegnum hana. Ég var ekki alveg viss um að nemendurnir hefðu náð innihaldinu jafn vel og fyrri hópurinn en þeir eiga allir Handbók um ritun og frágang og geta þar leitað sér frekari upplýsinga. Það er auðvitað óþarfi að kjaft mata þá á öllu, hjálp til sjálfsjálpar er oft betri.
Stafsetningarupplesturinn gekk mæta vel. Ég er þess fullviss að margir eru mér hæfari þegar kemur að stafsetningarkennslu en upplestur á ágætlega við mig. Ég hef auðvitað lagt fyrir hundrað svona próf, það hjálpar, auk þess sem röddin mín vinnur með mér (sagði Guðlaug). Ég er bæði afar skýrmælt og svo hefur mér aldrei legið sérstaklega lágt rómur. Alveg satt, spyrjið bara mömmu....
Stafsetningarupplesturinn gekk mæta vel. Ég er þess fullviss að margir eru mér hæfari þegar kemur að stafsetningarkennslu en upplestur á ágætlega við mig. Ég hef auðvitað lagt fyrir hundrað svona próf, það hjálpar, auk þess sem röddin mín vinnur með mér (sagði Guðlaug). Ég er bæði afar skýrmælt og svo hefur mér aldrei legið sérstaklega lágt rómur. Alveg satt, spyrjið bara mömmu....
Útlitið orðið skárra og búið að buna fyrirsögnum í gegnum netþýðanda, nú er þetta allt að koma.
Vonandi er þetta skárra!
Svo er þetta ógeðslega ljótt template líka, verð að breyta því.
Ég þarf nú greinilega að finna einhverja lausn á því að hér vantar alla íslenska stafi. Púff þetta er ljótt.
Er þetta mitt nýja blogg nú virkt?